23.1.12

Úrslit úr tvíþrautinni 7. janúar

Nú í morgun fór fram annað mótið í vetrarseríu Þrír-Vest, en þá var keppt í tvíþraut sem saman stóð af 1000 m sundi og 5000 m hlaupi. Aðstæður til hlaupa voru nokkuð erfiðar því víða var býsna hált á vegum. Allir skiluðu sér þó í mark, ómeiddir og með miklum sóma. Líkt og í fyrsta mótinu í þessari seríu voru það þau Benedikt Sigurðsson úr Bolungarvík og Guðbjörg Rós Sigurðardóttir frá Ísafirði sem var fljótust í karla- og kvennaflokki. Heildar úrslit er að finna hér fyrir neðan. Fyrir þá sem ekki þekkja þetta keppnisform þá er ekkert hlé á milli sunds og hlaups. Dálkurinn "skipting" í úrslitatöflunni sýnir hversu lengi keppendur voru að komast uppúr lauginni, í föt og hlaupaskó og út úr sundlaugarhúsinu.

Allir þátttakendur, starfsfólk og Sundhöllin á Ísafirði fá kærar þakkir fyrir daginn.

  Sund Skipting Hlaup Heildartími
  500 m 5 km  
Konur 20 ára og yngri  
Herdís Magnúsdóttir 14:31 02:08 38:18 54:57
   
Konur 21-40 ára  
Guðbjörg Rós Sigurðardóttir 19:13 02:23 23:26 45:02
       
Konur 40 ára og eldri  
Rannveig Halldórsdóttir 20:14 02:10 25:21 47:45
Margrét Halldórsdóttir 16:53 03:57 34:2355:13
       
Karlar 20 ára og yngri   
Þórir Karlsson 13:50 03:25 26:59 44:14
       
Karlar 21-40 ára  
Benedikt Sigurðsson 14:55 01:29 21:5338:17
       
Karlar 40 ára og eldri  
Kristbjörn R. Sigurjónsson 18:30 01:36 22:13 42:19
Albert Högnason 16:54 01:27 24:50 43:11
Heimir Hansson 18:30 01:34 24:0044:04
Karl Kristján Ásgeirsson 17:12 02:26 25:17 44:55

No comments:

Post a Comment