9.9.13

Úrslitin úr þríþrautinni

Í færslunum hér fyrir neðan má lesa úrslit helgarinnar. Við viljum ítreka þakkir til þátttakenda og starfsfólks, sem og styrktaraðila sem voru Orkubú Vestfjarða, CraftSport, Gamlal bakaríið og Ölgerðin. Þá fá starfsmenn áhaldahússins á Ísafirði, lögreglan á Vestfjörðum og sundlaugin í Bolungarvík (miðstöð vatns og vellíðunar) þakkir fyrir veitta aðstoð.

Þríþraut 2013 - heil þraut, aldursflokkar

Hér koma úrslitin úr einstaklingskeppni þríþrautarinnar 2013. Smellið á myndina til að stækka hana.


Þríþraut Vasa2000 - heil þraut, allir

Hér koma tímarnir úr einstaklingskeppninni, óháð flokkum (smmellið á myndina til að stækka hana):























































































































































Þríþraut 2013 - sveitakeppni

Sveitakeppnin fór svona:





Þríþraut 2013 -sund

Sundtímar, óháð því hvort fólk var í einstaklingskeppni eða sveitakeppni:


Þríþraut 2013 - hjólreiðar

Hérna eru tímar allra úr hjólreiðunum, bæði úr sveitakeppni og einstaklingskeppni:



Þríþraut 2013 - Hlaupatímar

Hér koma tímarnir í hlaupinu, 7 km, bæði hjá þeim sem fóru alla þrautina og hinum sem hlupu fyrir sveitir.




















































































































































































8.9.13

Þríþrautin afstaðin

Þríþraut Vasa2000 fór fram í gær og tókst vel.  Veður var alls ekki eins slæmt og sumar spár höfðu gefið til kynna, þótt vissulega hafi keppendur fengið hressandi gust í fangið á köflum. All luku 15 manns allri þrautinni, auk þess sem átta lið mættu í sveitakeppnina.

Vegna smávægilegra samskiptaörðugleika við ákveðið reikniforrit munu úrslit ekki birtast fyrr en á mánudag, en verðlaunahafar voru:

16-39 ára karlar:

  1. Axel Ernir Víðisson
  2. Albert Jónsson
  3. Ómar Hólm


16-39 ára konur:

  1. Guðbjörg Rós Sigurðardóttir


40-49 ára karlar:

  1. Bjarni Pétursson
  2. Davíð Þór Kjartansson
  3. Jóhann D. Svansson


40-49 ára konur:

  1. Rannveig Halldórsdóttir


50+ karlar:

  1. Ásgeir Elíasson
  2. Kristbjörn R. Sigurjónsson
  3. Albert Högnason


Sveitakeppni:

  1. Landvættur og snótir (Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, Einar Ágúst Yngvason, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir)
  2. Katrín og kallarnir (Svavar Þór Guðmundsson, Marzellius Sveinbjörnsson, Katrín Árnadóttir)
  3. Pétur og pæjurnar (Guðný Sigurðardóttir, Katrín Ósk Einarsdóttir, Pétur Ernir Svavarsson)
Vasa2000 þakkar öllum þátttakendum, starfsfólki og styrktaraðilum fyrir daginn. Það voru Orkubú Vestfjarða, CraftSport, Ölgerðin og Gamla bakaríið sem styrktu mótið.

6.9.13

Þríþrautin á morgun

Það stefnir í nokkuð hefðbundið þríþrautarveður á morgun, en þar sem drjúgur hluti keppninnar fer fram innanhúss og innanfjalls getum við vonandi haldið áætlun. Verði tekin ákvörðun um annað þá gerist það ekki fyrr en í fyrramálið, en í bili göngum við út frá því að allt fari eins og að var stefnt.

Hér eru nokkrir minnispunktar fyrir keppendur:

Almennt:
Keppendur taka þátt í mótinu á eigin ábyrgð og ber að virða almennar umferðarreglur. Munið að það er skylda að hafa hjálm í hjólreiðunum. Hjálmlausum verður vísað frá keppni. 

Sund:
Sundið fer fram í sundlauginni í Bolungarvík og hefst kl. 10:00. ATH að sundlaugin verður opnuð um kl. 09:00 fyrir þá sem vilja hita upp og fínpússa tæknina. Vegalengdin er 700 m, eða 42 ferðir. Synt verður í riðlum, og miðað við stöðu skráninga nú á föstudag verða riðlarnir svona:

Fyrsti riðill, start kl. 10:00
Pétur Valdimarsson
Albert Högnason
Sigurður Þórðarson
Árni Aðalbjarnarson
Ásgeir Elíasson
Kristbjörn R. Sigurjónsson
Ómar Hólm

Annar riðill, start kl. u.þ.b. 10:20
Albert Jónsson
Axel Ernir Viðarsson
Jóhann D. Svansson
Bjarni Pétursson
Davíð Björn Kjartansson
Guðbjörg Rós Sigurðardóttir
Rannveig Halldórsdóttir
Daniel Niddan

Þriðji riðill, start kl. u.þ.b. 10:40
Guðný ?dóttir
Svavar Þór Guðmundsson
Anna María Daníelsdóttir

Athugið að tímasetningar geta hnikast eitthvað til og eins gæti riðlaskipan breyst ef fleiri skráningar berast á endasprettinum.

Notkun blautbúninga er bönnuð, aðeins má synda í „hefðbundnum“ sundfötum.

Allir riðlar verða kláraðir og síðan verður gert stutt hlé áður en ræst verður út í hjólreiðarnar.

Hjólreiðar:
Mótshaldarar aðstoða við flutning á hjólum á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur ef á þarf að halda. Þeir sem þurfa að nota þá þjónustu eru beðnir að hafa samband við Einar Yngvason í síma 897-6753. Brottför er frá Landsbankaplaninu á Ísafirði kl. 08:45.

Miðað við stöðu skráninga í dag er gert ráð fyrir því að ræst verði í hjóreiðar  uppúr kl. 11. Ræst verður í Aðalstræti, til móts við Íþróttamiðstöðina Árbæ í Bolungarvík. Hjólaður verður einn hringur um Bolungarvík (hringurinn verður útskýrður á staðnum) áður en haldið verður út úr bænum. Síðan verður farið um Bolungaravíkurgöngin til Hnífsdals og svo áfram sem leið liggur til Ísafjarðar. Þegar komið er til Ísafjarðar er haldið niður Fjarðarstræti alla leið að Pólgötu. Á hluta þessarar leiðar verður farið á móti einstefnu, en brautarverðir og lögregla munu gæta öryggis keppenda eins og kostur er. Loks er beygt inn í Pollgötu og hjólað yfir á skiptisvæðið við Landsbankann.


Munið: Það er skylda að vera með hjálm í hjólreiðunum.
Ekki hefur verið amast við reki (drafting) í þessari þraut í gegnum tíðina og verður það ekki heldur gert nú. Keppendur eru þó minntir á að gæta varkárni við slíkt, enda er árekstrahætta nokkur þegar rek er ástundað.

Hlaup
Skiptisvæðið á milli hjólreiða og hlaups er á bílastæðinu framan við Landsbankann á Ísafirði.  Þeir sem eru í liðakeppni verða að „klukka“ næsta mann inni í sérstökkum skiptireit þar á planinu. Frá bílastæðinu er hlaupið út í Pollgötu og svo eftir Skutulsfjarðarbraut allt inn að Árholti (fyrri beygjan inn í Holtahverfið). Þar er snúið við og hlaupið til baka. Þegar komið er í hringtorgið á bakaleiðinni á ekki að fara niður Pollgötuna aftur, heldur niður Hafnarstræti. Markið er framan við Landsbankann.



Verðlaunaafhending verður strax að keppni lokinni í húsnæði Fánasmiðjunnar, Sundstræti 45, á efstu hæð.

Styrktaraðilar Þríþrautarinnar eru:

Orkubú Vestfjarða, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Gamla bakaríið og CraftSport.