14.5.12

Úrslit í tvíþrautinni


Þriðja mótið í Vetrarseríu Þrír-Vest fór fram við sólarupprás í morgun, í logni, léttum úða og fuglasöng. Keppendur voru heldur fleiri en liðin í íslensku íshokkídeildinni, eða fjórir. Starfsmenn voru tveir og áhorfendur alls sex, flestir reyndar í öðrum erindagjörðum en að horfa á mótið. Keppendur stóðu sig hins vegar framúrskarandi vel og urðu úrslitin þessi:

<><>
<><>
<><>

Hlaup                      Hjólreiðar 11 km Hlaup

4 kmHringur  1Hringur  2Hringur
3
Hjól alls2 kmLokatími
Konur 21-39 ára
Guðbjörg Rós Sigurðardóttir0:16:540:08:370:08:260:08:130:25:160:09:350:51:45
Konur 40 ára og eldri
Rannveig Halldórsdóttir0:18:140:08:440:07:510:07:470:24:220:10:280:53:04
Margrét Halldórsdóttir0:27:070:10:160:09:220:09:400:29:180:14:131:10:38
Karlar 40 ára og eldri
Kristbjörn R. Sigurjónsson0:16:390:07:060:06:410:06:460:20:330:09:320:46:44



Næsta mót í seríunni verður stutt þríþraut. Fyrirhugað var að halda hana nú síðar í maí, en vegna viðhaldsvinnu við Sundhöllina á Ísafirði verður þrautinni að öllum líkindum seinkað til fyrsta laugardags í júní. Nánari upplýsingar um það verða birtar hér síðar.

10.5.12

Tvíþraut á laugardaginn

Vetrarsería Þrír-Vest verður heldur áfram á laugardaginn kemur, 12. maí. Keppnisfyrirkomulag er sem hér segir:

Staður: Afleggjarinn að kapellunni í mynni Engidals
Stund: kl. 08:00 árdegis
Vegalengdir: 4 km hlaup + 11 km hjólreiðar + 2 km hlaup
Keppnisleiðin: Ræst verður við afleggjarann inn að kapellunni í mynni Engidals. Fyrra hlaupið er einn Funahringur, eða rétt tæpir 4 km.  Hjólaleiðin er þrír Funahringir, eða um 11 km. Í síðara hlaupinu er hlaupið að keilu, 1 km frá skiptisvæðinu, og til baka. ATH að í hlaupinu er hringurinn farinn rangsælis, en í hjólreiðunum er farið réttsælis.
Flokkar: Í kvenna- og karlaflokkum verður keppt í eftirtöldum aldursflokkum: 20 ára og yngri, 21-39 ára, 40 ára og eldri.
Reglur:  Rek (drafting) er óheimilt í hjólreiðunum. Keppendur verða að halda a.m.k. 7m bili á milli sín.  Keppandinn sem er fyrir aftan er ábyrgur fyrir því að halda bilinu réttu. Skylda er að bera hjálm í hjólreiðunum. Búast má við bílaumferð á keppnisleiðinni og ber keppendum að virða almennar umferðarreglur. Að öðru leyti er vísað í keppnisreglur þríþrautarnefndar ÍSÍ, sjá færslu hér fyrir neðan.
Þátttökugjald: Heimilt er að greiða kr. 500.