14.4.12

Keppnisreglur

Það er sjálfsagður liður í undirbúningi fyrir mót sumarsins að kynna sér þær reglur sem keppt er eftir. Hér fyrir neðan er hlekkur inn á keppnisreglur í þeim mótum sem haldin eru undir hatti þríþrautarnefndar ÍSÍ.

http://triathlon.is/?page_id=1211

Breyting á mótahaldi

Ekki hefur enn fundist dagsetning fyrir tvíþrautina sem fram átti að fara 3. mars, en var frestað af óviðráðanlegum orsökum.  Hugsanlega verður hún alveg felld niður, en ákvörðun um það ætti að liggja fyrir innan skamms.  Tvö síðustu mótin í vetrarseríunni standa áfram óbreytt. Þar er annars vegar um að ræða tvíþraut (hlaup-hjól-hlaup) þann 12. maí og svo lokamótið, sem er stutt þríþraut þann 23. maí.