1.9.12

Takk fyrir daginn

Vasa2000 vill þakka öllum þeim sem komu að þríþrautinni í dag kærlega fyrir skemmtilegt mót. Helst ber auðvitað að nefna starfsfólk, þátttakendur og styrktaraðila, en í ár naut mótið stuðnings frá Verslunar-Geira/Shellskálanum í Bolungarvík, Gamla bakaríinu á Ísafirði, Ölgerðinni og Craft Sport. Einnig fá Íþróttamiðstöðin Árbær í Bolungarvík, lögreglan á Vestfjörðum, áhaldahúsið á Ísafirði, Landsbankinn, Skíðafélag Ísfirðinga og Héraðssamband Vestfirðinga þakkir fyrir veitta aðstoð og liðlegheit.

Úrslit mótsins má finna í færslunum hér fyrir neðan.

Þríþrautinni lokið


Þríþraut Vasa2000 fór fram í Bolungarvík og á Ísafirði í dag. Alls kepptu 15 manns í einstaklingskeppninni og að auki mættu níu sveitir í liðakeppnina. Keppnisveður var ágætt, hæg gola og nettur úði. Annars má segja að um hálfgerða inniþríþraut hafi verið að ræða, þar sem bæði sundið og u.þ.b. helmingur hjólreiðanna fóru fram innan veggja. Eru bæði keppendur og aðstandendur mótsins þakklátir fyrir þríþrautargöngin sem Vegagerðin splæsti í hér um árið.

Fyrstur allra í einstaklingskeppninni í dag varð Kristbjörn Sigurjónsson frá Ísafirði, en Klasina Jansen frá Hollandi var fyrst kvenna. Heildar úrslit urðu sem hér segir:




Úrslit úr sveitakeppni



Níu sveitir mættu til leiks og urðu úrslit sem hér segir: