8.9.13

Þríþrautin afstaðin

Þríþraut Vasa2000 fór fram í gær og tókst vel.  Veður var alls ekki eins slæmt og sumar spár höfðu gefið til kynna, þótt vissulega hafi keppendur fengið hressandi gust í fangið á köflum. All luku 15 manns allri þrautinni, auk þess sem átta lið mættu í sveitakeppnina.

Vegna smávægilegra samskiptaörðugleika við ákveðið reikniforrit munu úrslit ekki birtast fyrr en á mánudag, en verðlaunahafar voru:

16-39 ára karlar:

  1. Axel Ernir Víðisson
  2. Albert Jónsson
  3. Ómar Hólm


16-39 ára konur:

  1. Guðbjörg Rós Sigurðardóttir


40-49 ára karlar:

  1. Bjarni Pétursson
  2. Davíð Þór Kjartansson
  3. Jóhann D. Svansson


40-49 ára konur:

  1. Rannveig Halldórsdóttir


50+ karlar:

  1. Ásgeir Elíasson
  2. Kristbjörn R. Sigurjónsson
  3. Albert Högnason


Sveitakeppni:

  1. Landvættur og snótir (Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, Einar Ágúst Yngvason, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir)
  2. Katrín og kallarnir (Svavar Þór Guðmundsson, Marzellius Sveinbjörnsson, Katrín Árnadóttir)
  3. Pétur og pæjurnar (Guðný Sigurðardóttir, Katrín Ósk Einarsdóttir, Pétur Ernir Svavarsson)
Vasa2000 þakkar öllum þátttakendum, starfsfólki og styrktaraðilum fyrir daginn. Það voru Orkubú Vestfjarða, CraftSport, Ölgerðin og Gamla bakaríið sem styrktu mótið.

No comments:

Post a Comment