10.5.12

Tvíþraut á laugardaginn

Vetrarsería Þrír-Vest verður heldur áfram á laugardaginn kemur, 12. maí. Keppnisfyrirkomulag er sem hér segir:

Staður: Afleggjarinn að kapellunni í mynni Engidals
Stund: kl. 08:00 árdegis
Vegalengdir: 4 km hlaup + 11 km hjólreiðar + 2 km hlaup
Keppnisleiðin: Ræst verður við afleggjarann inn að kapellunni í mynni Engidals. Fyrra hlaupið er einn Funahringur, eða rétt tæpir 4 km.  Hjólaleiðin er þrír Funahringir, eða um 11 km. Í síðara hlaupinu er hlaupið að keilu, 1 km frá skiptisvæðinu, og til baka. ATH að í hlaupinu er hringurinn farinn rangsælis, en í hjólreiðunum er farið réttsælis.
Flokkar: Í kvenna- og karlaflokkum verður keppt í eftirtöldum aldursflokkum: 20 ára og yngri, 21-39 ára, 40 ára og eldri.
Reglur:  Rek (drafting) er óheimilt í hjólreiðunum. Keppendur verða að halda a.m.k. 7m bili á milli sín.  Keppandinn sem er fyrir aftan er ábyrgur fyrir því að halda bilinu réttu. Skylda er að bera hjálm í hjólreiðunum. Búast má við bílaumferð á keppnisleiðinni og ber keppendum að virða almennar umferðarreglur. Að öðru leyti er vísað í keppnisreglur þríþrautarnefndar ÍSÍ, sjá færslu hér fyrir neðan.
Þátttökugjald: Heimilt er að greiða kr. 500.

No comments:

Post a Comment